Leiktæki með aðgengi fyrir alla

Leiktæki með aðgengi fyrir alla

Leiktæki á leikvelli bæjarins með aðgengi fyrir alla. Líka þá sem eru hreyfihamlaðir og nýta hjálpartæki s.s. hjólastóla og göngugrindur. Hjólastólarólur, “kastala” með rampi, upphækkaður sandkassar, undirlag við leiktæki í lagi svo auðveldara sé að komast um.

Points

Frábær hugmynd og mjög þörf. Á Akranesi viljum við að öll börn fá tækifæri að leika og læra saman - frítíma og í skóla - það er mikilvægt að allt umhverfið ýtir undir það og bjóði upp á samveru allra barna! Gott að hugsa þetta út frá hugmyndum um algilda hönnun. Hér eru nokkrir punktar um hvað gott er að hafa í huga þegar hönnuð eru leikvelli fyrir alla: 7 principles of inclusive playgrounds: https://www.youtube.com/watch?v=8y9uOjlKOZ0

Frábær hugmynd! Þetta er nauðsynlegt í bæinn okkar. Við erum ekki öll eins:)

Allir ættu að eiga möguleika á að njòta þess að geta leikið sér hvort sem það eru hreyfihamlaðir eða ekki

Snilldar hugmynd. Allir eiga rétt á að geta skemmt sér🥰 skora á Akraneskaupstað að setja upp svona leikvöll hjá N1/Skútunni

Það er nauðsynlegt fyrir öll bæjarfélög að vera með leikvelli og leiktæki sem hæfa öllum. Fögnum því að það eru ekki allir eins og með eins þarfir og komum til móts við þá.

Líst mjög vel à þessa hugmynd. Eitthvað fyrir alla.

Mjög góð hugmynd! Allir eiga að hafa jöfn tækifæri - hvernig sem þeir eru.

Jájá! Eins og talað frá mínu hjarta. Þetta er klárlega einhvað sem er algjört möst fyrir bæinn okkar. Allir eiga njóta ❤️

Auðvitað eiga allir að geta farið að leika sér á róló! Áfram þetta!😁

Þetta tikkar í öll boxin! Það eru réttindi allra barna að njóta sín og hafa sama aðgang að leik

Ég er með þessu, löngu orðið tímabært svo öll börn geta leikið 🫶🏼

Löngu orðið tímabært að börn fái að njóta þess að leika sér á almennilegum leikvelli og það ættu allir að fá að geta notið þess snilldar hugmynd🥰

Dásamleg leið til að auka aðgengi fjölbreytileika samfélagsins og draga úr mismunun barna.

Já! Svo mikilvægt að öll börn fái að njóta sín og leika sér :) Akranes er að vinna að því að verða barnvænt samfélag og nú er tækifæri að verða barnvænt samfélag fyrir öll börn!!

Allir eiga skilið að leika!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information