Svæði fyrir sjósport í gömlu höfninni við slippinn.

Svæði fyrir sjósport í gömlu höfninni við slippinn.

Á Akranesi eru kjöraðstæður fyrir sjósport sem við erum ekki að nýta.

Points

Sjósport er vaxandi áhugamál hjá fólki út um allt land. Fólk sækir til Akraness til að fara á svifbretti, sjósund, kajak o.fl. Hopplandið á slippsbryggjunni er frábær viðbót í þessa menningu og trekkir heilmikið að hingað í bæinn sem og kajakleigan þar við hliðina. Siglingafélagið Sigurfari er á hálfgerðum hrakhólum með sína starfsemi en hefur þó verið að þjálfa ungmenni í siglingum í stórri iðnaðarhöfn. Ég sé fyrir mér frábært sjósportsvæði í gömlu höfninni þar sem góður grunnur er þar fyrir.

Akranes er umlukið sjó og fallegum fjörum. Mikill áhugi er fyrir allskonar sjósporti, svo sem kayakróðri, sjóböðum og sundi, einnig skútuiglingum, en Siglingafélagið Sigurfari er á hálfgerðum hrakhólum með sína starfsemi en hefur verið að þjálfa ungmenni í siglingum í nokkur ár við iðnaðarhöfnina. Á þessum stað gætu t.d. kayakleigan og siglingafélagið, jafnvel fleiri, nýtt aðstöðuna saman.

Með Hopplandi færðist líf í höfnina og með þessu þá lifnar höfnin enn meira við

Þetta finnst mér frábær hugmynd❤️ Það var svo gaman að fylgjast með hvað allt lifnaði við þegar Hoplland kom á svæðið. Flott að fá búningskefa þangað líka og gera þetta að stærra og flottara svæði fyrir allt sjósport.

Frábært útivistarsvæði fyrir sjósport

Siglingar og sjósport eru ómetanleg útikennsla sem felur í sér ótal tækifæri til náms og kennslu á svo skemmtilegan hátt að það er leikur einn að læra. Þar fyrir utan veitir útivist á og við sjó mikla hamingju og bætir heilsu. Að bæta aðstöðu í landi fyrir sjósport ríkur líkur á að sportið vaxi og verði vandaðar á og öruggara utanumhald. Margt gagnlegt til uppbyggingar siglinga og sjósports aðstöðu má finna á vef www.silsport.is Siglingasamband Íslands. Ég vona að þessi tillaga verði samþykkt.

Að geta farið út frá góðum stað í góða Vík er frábært. Sérstaklega þegar það er stutt frá borginni og góð þjónusta í kring.

Það er alveg nauðsynlegt að bæta aðgang að vatni fyrir þá sem stunda vatnasport. Þeir sem eru að stunda vatnasport á Akranesi og þá sér í lagi kajaka fólkið, það styður þessa hugmynd 100%.

Ég er búin að hafa áhuga á sjósporti lengi og mundi pottþétt nýta mér þetta og auglýsa fyrir vini og fjölskyldu sem býr í Rvík

Styð þessa hugmynd! Vantar svo gott aðgengi fyrir sjósportið!

Frábært að nýta þetta fallega svæði undir fjölbreytta afþreyingu fyrir fjölskylduna. Hoppland færði líf þangað og ég efast ekki um að lítið þurfi til að enn fleiri sjávarglaðir einstaklingar sækji svæðið ef aðstaða er fyrir hendi

Það er mikill vaxtarbroddur í allskonar sjósporti. Það sárvantar betri aðstöðu fyrir t.d. siglingafélagið og þau frábæru námskeið sem þau hafa haldið á sumrin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information