Hjóla/Bretta/Skautabraut við Bókasafnið

Hjóla/Bretta/Skautabraut við Bókasafnið

Þessi hugmynd er frá krökkum hér í bæ, en yfirleitt þegar kallað hefur verið eftir hugmyndum frá ungmennum og börnum hér í bæ þá hefur þetta verið ein vinsælasta hugmyndin, þ.e. að fá hjólabraut á einhverjum góðum stað í bænum þar sem allir geta nýtt hana óháð því í hvaða skóla þeir eru. Einnig hefur verið óskað eftir skautasvelli fyrir alla, og skauta/bretta/hjólaplan á sumrin gæti nýst sem skautasvell á veturna.

Points

Allt sem kemur börnum og ungmennum út að leika er vel þess virði! Við fullorðna fólkið getum ekki býsnast yfir því að krakkarnir okkar hangi bara inni í símanum ef það er ekkert fyrir þau við að vera utandyra. Það sárlega vantar skemmtileg útisvæði fyrir eldri krakka í bænum. Einnig er þessi staðsetning heppileg því stefnt er að því að byggja félags- og frístundamiðstöð þarna rétt hjá og þetta svæði myndi aldeilis nýtast fyrir starfsemina þar.

Þetta er góð hugmynd! Best væri að hafa bæði inni og útisvæði fyrir hjólabrettaiðkun. Dæmi um frábæra Innanhússaðstaða fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól er á Akureyri: Braggaparkið: https://braggaparkid.myshopify.com/. Tek undir það sem kemur fram í hugmyndinni - þessi hugmynd hefur komið frá börnum og umgmennum aftur og aftur undanfarin ár - alltaf þegar börn eru spurð hvað eigi að bæta á Akranesi. Komin tími á þetta :-)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information