Innandyra leiksvæði fyrir börnin.

Innandyra leiksvæði fyrir börnin.

Leiksvæði með fjölbreyttum og þroskandi leikföngum innandyra. Við höfum mörg útileiksvæði en þau henta ekki okkar yngstu á köldum og vindasömum dögum sem við höfum svo oft. Margir foreldrar jafnvel með börnin heima i fæðingarorlofi eða um helgar og veðrið vont. Þá væri upplagt að geta skellt sér á leikvöll sem er innandyra og leyfa börnunum að fá sína nauðsynlegur hreyfingu.

Points

Foreldrar heima í fæðingarorlofi hafa ekkert fyrir börnin nema 1-2 klst á bókasafninu í viku. Við búum á Íslandi, veðrið er oft vont og ekki hægt að fara út að leika til þess að leyfa börnunum að hreyfa sig, sem er þeim nauðsynlegt. Eykur þroska barna. Foreldrar og börn kynnast öðrum. Fjölskyldan fær góða stund saman í æslagangi og skemmtun, þetta er nú einusinni fjölskyldu bær.

Þetta væri draumur 🙏❤️

Þetta væri alveg frábært!

Já plís🙏🏼🤗

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information